Um BagBee

Fyrirtækið og stofnendur
BagBee er innritunarþjónusta sem býður flugfarþegum upp á að innrita farangurinn áður en farið er út á flugvöll og sleppa þannig við töskuburðinn og biðraðir í KEF. BagBee vinnur með Icelandair og Play og er í samstarfi við Isavia á Keflavíkurflugvelli.
BagBee er íslenskt fyrirtæki, stofnað af Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni árið 2022. Reynsla þeirra úr ferðaþjónustu og fyrirtækjarekstri gaf þeim hugmyndina að BagBee, að bjóða upp á enn meiri þægindi við ferðalög en áður hafði þekkst á Íslandi. Nokkrum mánuðum síðar var starfssemin hafin og töskubýflugan farin á flug.
Farangursþjónusta og innritun er okkar fag
BagBee sérhæfir sig í farangurstengdri þjónustu og þá með sérstaka áherslu á innritun fyrir flugfélögin Icelandair og Play.
Unnið er í nánu samstarfi við Icelandair og Play og innritunarkerfi BagBee er tengt innritunarkerfum flugfélaganna. Stofnendur BagBee búa yfir tveggja áratuga reynslu úr flugi og ferðaþjónustu og eru því sérfræðingar á sínu sviði.
Kappkostað er við að veita góða og skjóta þjónustu og skýr svör sem tengjast farangursþjónustunni og innrituninni.
BagBee í fjölmiðlum
Fjölmiðlar sýndu BagBee áhuga þegar Töskubýflugan hóf sig til flugs. Hér að neðan má sjá dæmi um umfjöllunina.
Stjórnendur
Stofnendur BagBee eru Valgeir Bjarnason (valgeir@bagbee.is.) og Rúnar Árnason (runar@bagbee.is) sem eru einnig stjórnendur fyrirtækisins. Saman búa þeir yfir áratuga reynslu úr ferðaþjónustu, flugi og fyrirtækjarekstri.
Rúnar Árnason
Rekstrarstjóri