Um BagBee

Fyrirtækið og stofnendur

BagBee er innritunarþjónusta sem býður flugfarþegum upp á að innrita farangurinn áður en farið er út á flugvöll og sleppa þannig við töskuburðinn og biðraðir í KEF. BagBee vinnur með Icelandair og Play og er í samstarfi við Isavia á Keflavíkurflugvelli.

BagBee er íslenskt fyrirtæki, stofnað af Valgeiri Bjarnasyni og Rúnari Árnasyni árið 2022. Reynsla þeirra úr ferðaþjónustu og fyrirtækjarekstri gaf þeim hugmyndina að BagBee, að bjóða upp á enn meiri þægindi við ferðalög en áður hafði þekkst á Íslandi. Nokkrum mánuðum síðar var starfssemin hafin og töskubýflugan farin á flug.

Farangursþjónusta og innritun er okkar fag

BagBee sérhæfir sig í farangurstengdri þjónustu og þá með sérstaka áherslu á innritun fyrir flugfélögin Icelandair og Play.

Unnið er í nánu samstarfi við Icelandair og Play og innritunarkerfi BagBee er tengt innritunarkerfum flugfélaganna. Stofnendur BagBee búa yfir tveggja áratuga reynslu úr flugi og ferðaþjónustu og eru því sérfræðingar á sínu sviði.

Kappkostað er við að veita góða og skjóta þjónustu og skýr svör sem tengjast farangursþjónustunni og innrituninni. BagBee biður viðskiptavini um að gefa BagBee einkunn eftir að þjónustan hefur verið veitt af hendi. Einkunnir og umsagnir má sjá á Trustpilot síðu fyrirtækisins og er niðurstaðan framúrskarandi.

BagBee í fjölmiðlum

Fjölmiðlar sýndu BagBee áhuga þegar Töskubýflugan hóf sig til flugs. Áhuginn var ekki síst vegna þess að innritunarþjónusta BagBee var ný af nálinni á Íslandi og er dæmi um nýsköpun í ferðaþjónustu sem er stærsta atvinnugrein landsins. Einnig er Ísland eingöngu fjórða landið í Evrópu til að bjóða upp á svona þjónustu.

Hér að neðan má sjá dæmi um umfjöllunina.

Stjórnendur

Stofnendur BagBee eru Valgeir Bjarnason (valgeir@bagbee.is.) og Rúnar Árnason (runar@bagbee.is) sem eru einnig stjórnendur fyrirtækisins. Saman búa þeir yfir áratuga reynslu úr ferðaþjónustu, flugi og fyrirtækjarekstri. BagBee stofnuðu þeir árið 2022 og hófu starfssemi í byrjun árs 2023.

Hafa samband

Rúnar Árnason

Rekstrarstjóri. s: +354 6983808

Valgeir Bjarnason

Framkvæmdastjóri. s: +354 8211120