INNRITAÐU TÖSKURNAR AÐ HEIMAN

Sumartilboð: Með afsláttarkóðanum SUMAR15 færðu 15% afslátt af pöntuninni. BagBee sækir töskurnar til þín, fer með til Keflavíkur og innritar fyrir þig á Icelandair og Play flug! Með BagBee sleppur þú við töskuburðinn og innritunarröðina!

Þú pantar

Bókaðu töskuinnritun á Icelandair og Play flug þegar þér hentar. BagBee sækir töskurnar til þín innan þess tímaramma sem þú velur. Þú getur fylgst með bílstjóranum á leið til þín í rauntíma.

Við sækjum

BagBee bílstjóri sækir farangurinn til þín, skannar brottfararspjaldið, innsiglar og innritar töskurnar fyrir þig. Þeim er svo skutlað út á völl undir myndavélaeftirliti og afhentar á bag drop svæði Icelandair og Play.

Slepptu innritunarröðinni

Þú sleppur við töskuburðinn, innritunarröðina og ferð beint í öryggisleitina í KEF. Icelandair og Play koma töskunni um borð og þú færð senda staðfestingu. Taskan bíður þín svo á áfangastað.

image

Öruggt og þægilegt

BagBee er í samstarfi við Icelandair, PLAY og Isavia.. Bílstjórar okkar fara í gegnum bakgrunnskoðun lögreglu og eru þjálfaðir eftir ferlum flugfélaganna. Myndavélar eru í bílunum. og töskurnar eru innsiglaðar. Farangurinn er í öruggum höndum hjá BagBee.
image

Beint í öryggisleitina

BagBee sækir farangurinn heim tl þín svo þú þarft ekki að koma töskunum út á flugvöll og sleppur við innritunarröðina. Þetta sparar pláss í bílnum eða auðveldar ferðina með flugrútunni. Fyrir morgunflug geturðu svo leyft þér að sofa aðeins lengur .

Framúrskarandi meðmæli frá viðskiptavinum

BagBee biður viðskiptavini um að gefa einkunn og umsagnir eftir að þjónustan hefur verið veitt af hendi. Niðurstöðurnar eru mjög ánægjulegar og einkunn BagBee er framúrskarandi. Við hvetjum alla til að fara inn á Trustpilot síðu okkar til að sjá ummælin.

Töskufjöldi

Töskur

1

Töskur í umframstærð (odd-size) - T.d. golfsett, skíði, barnavagnar og hjólatöskur

0

Töskufjöldi samtals: 1

Verð

6880 kr

Farangursgerðir og verð

Verð fyrir fyrstu tösku er 6880 kr. Auka töskur kosta 1320 kr. stk. Umframfarangur (odd-size) er t.d. golfsett, skíði, hjólatöskur og barnavagnar.

Samstarfsaðilar

Almennar spurningar

Ef þú finnur ekki svör við spurningunum þínum, endilega hafðu samband við okkur í gegnum spjallið á síðunni. Þar tekur indæl rafmanneskja á móti þér sem hefur svör við langflestu sem getur komið uppá. Ef það dugar ekki, sendu okkur þá línu á bagbee@bagbee.is og við svörum um hæl.

Algengar spurningar

Hvað er Bagbee?

BagBee er farangursþjónusta sem sérhæfir sig í fjarinnritun fyrir flugfélög. Fjarinnritun þýðir að þú innritar töskurnar áður en farið er á flugvöllinn.

Af hverju ætti ég að nota bagdrop þjónustu BagBee?

Kostir þess að láta BagBee sækja farangurinn fyrir þig og nota fjarinnritunina eru m.a. að þú þarft ekki að koma töskunum þínum á flugvöllinn, þú þarft ekki að skipuleggja ferðina út á Keflavíkurflugvöll kringum farangurinn, þú sleppir innritunarröðinni og getur mætt seinna til KEF (sem getur þýtt meiri svefn),

Get ég treyst BagBee fyrir töskunni minni?

BagBee innritunarþjónustan er í samstarfi við flugfélögin Icelandair og Play ásamt Keflavíkurflugvöll. Bagbee er sérhæft fyrirtæki í farangursþjónustu og stofnendurnir búa yfir 25 ára reynslu í ferðaþjónustu. Við erum fagfólk og leggjum metnað okkar í að veita viðskiptavinum og samstarfsaðilum góða þjónustu. Þjálfaðir bílstjórar sækir farangurinn heim, innritar töskurnar, þær eru innsiglaðar og undir myndavélaeftirliti frá því að þeim er hlaðið í bíla okkar og þar til töskurnar eru afhentar í "bag drop" á Keflavíkurflugvelli. Þú færð sendan hlekk svo þú getir fylgst með staðsetningu bílsins og færð svo senda staðfestingu þegar taskan er afhent í KEF

Hvaða flugfélög þjónustar BagBee?

Við erum í samstarfi við flugfélögin Icelandair og Play. Fleiri flugfélögum verður svo bætt við í framtíðinni.

Hvert sækir BagBee farangurinn?

BagBee sækir töskur heim til fólks, á vinnustaði og hótel á svæðinu frá Mosfellsbæ að Keflavík. Ef heimilisfang kemur ekki upp í leitinni í bókunarferlinu, eru líkur á að BagBee geti ekki sótt farangurinn þangað.

Innritar BagBee farangur til allra landa?

BagBee innritar farangur til allra landa nema Kanada og Ísrael.

Er farangursþjónustan örugg?

BagBee starfar eftir ströngum verklagsreglum til að tryggja öryggi farangursins og farþeganna. Innritunin er í samstarfi við flugfélögin Icelandair og Play og flugvallayfirvöld Keflavíkurflugvallar. BagBee er með öll tilskilin leyfi. Töskurnar eru undir myndbandseftirliti í bifreið á leið til KEF og eru innsiglaðar. BagBee farangursþjónstan er því mjög örugg

Hvernig virkar töskuþjónustan?

Auðvelt er að bóka farangursþjónustuna og ferlið er einfalt.

1. Þú pantar farangursþjónustuna á vefsíðu BagBee, í gegnum hótelið þitt eða ferðaskrifstofu.

2. Bílstjóri BagBee sækir farangurin þinn innan þess tímaramma sem þú valdir

3. Brottfararspjaldið þitt er skannað, töskumiðinn er prentaður, taskan innsigluð og merkt og svo er hún flutt út á Keflavíkurflugvöll og innrituð fyrir þig í gegnum "bag drop" í KEF.

4. Þú sækir töskuna á áfangastað, alveg eins og ef þú hefðir innritað hana sjálf(ur).

Hversu þung má taskan vera?

Töskurnar verða að vera innan farangursheimildar bókunarinnar. BagBee bílstjórinn skannar brottfararspjaldið þitt og fær þannig upplýsingar um farangursheimildina þína. BagBee getur ekki tekið við töskum sem eru utan farangursheimildar og/eða fara yfir þyngdarmörk.

Bókanir og verð

Verðin

Verð miðast við fjölda taskna. Grunnverðið fyrir fyrstu tösku er 6.880 kr. og auka taska kostar 1320 kr. Vinsamlegast hafið samband við bagbee@bagbee.is til að bóka fleiri en 30 töskur í einu.

Hvenær ætti ég að bóka þjónustuna?

Þú getur bókað þjónustu Bagbee 6 mánuði fram í tímann og þar til kl.15:00 daginn fyrir flug. Athugið að við getum ekki innritað töskuna fyrir þig nema þú hafir innritað þig á netinu áður en bílstjórinn mætir.

Er hámark á fjölda hluta sem ég má innrita?

Það er enginn hámarksfjöldi sem við getum afgreitt en bókanir fyrir fleiri en 30 hluti þurfa að sendast á bagbee@bagbee.is.

Gæti ég innritað eina tösku með BagBee og aðra á Keflavikurflugvelli?

Já. Ef farangursheimild þín inniheldur fleiri en eina tösku, þá geturðu innritað t.d. eina hjá BagBee og aðra í KEF.

Ég er á leið í tengiflug, getur BagBee tékkað inn töskuna fyrir mig?

Já. Taskan innritast á sama hátt hjá BagBee eins og ef um væri að ræða innritun á Keflavíkurflugvelli og taskan fer alla leið ef flugmiðinn er með tengiflugi. Í þannig tilfelli, þá velurðu fyrsta áfangastaðinn í bókunarferlinu.

Er hægt að innrita töskur frá fleiri flugvöllum en Keflavík?

Fyrst um sinn, mun BagBee eingöngu sjá um að innrita í flug með Icelandair og Play frá KEF flugvelli.

Getur BagBee sótt farangurinn minn á Keflavíkurflugvöll og skutlað heim?

Fyrst um sinn mun BagBee ekki ekki bjóða upp á flutning frá Keflavíkurflugvelli.

Töskumóttakan

Hvað telst sem farangur í umframstærðum (odd-size)?

Umframstærðarfarangur eru t.d. golfpokar, skíði, hjól, hljóðfæri, kerrur og barnavagnar, stórir bakpokar með utanáliggjandi bindingum o.s.frv.

Við erum í hóp, þurfum við öll að hitta bílstjórann?

Á Evrópuflugi þarf aðeins að athuga vegabréf fyrir einn farþega í hverri bókun (upp að 5 farþegum). Það þýðir að aðeins einn einstaklingur úr fjölskyldu eða hópi getur innritað töskurnar fyrir allan hópinn ef hann er í einni bókun.

Á Ameríkuflugi þarf bílstjóri BagBee að skoða vegabréf og brottfararkort allra farþeganna.

Hvenær verða töskurnar sóttar?

Í bókunarferlinu velur þú þann tímaramma sem hentar þér til að láta BagBee sækja töskurnar heim og farangurinn er þá sóttur innan þess tíma. Þegar aksturinn hefst sendir BagBee textaskilaboð með nákvæmari áætluðum afhendingartíma ásamt hlekk til að fylgjast með því hvar bílstjórinn er staddur.

Hvað þarf að vera tilbúið þegar bílstjórinn mætir?

- Netinnritun þarf að vera lokið.

- Brottfararspjalið tilbúið, með QR kóða eða strikamerki.

- Hafa vegabréfið við höndina.

- Farangurinn tilbúinn til flutnings.

Hversu langan tíma tekur innritun?

Bílstjórinn þarf aðeins um 5 mínútur með þér þegar hann sækir töskurnar. Vinsamlegast athugið að ef upp koma vandamál sem valda töfum á innritunarferlinu (t.d. farþegi ekki innritaður, taska yfir þyngdarmörkum og/eða vegabréf ekki til staðar) gæti bílstjóri neyðst til að fara án töskunnar.

Hvað gerist áður en bílstjórinn sækir töskuna?

Þegar aksturinn er skipulagður, færð þú SMS með áætluðum komutíma ásamt hlekk sem gerir þér kleift að fylgjast með för bílstjórans áður en hann kemur til þín.

Nokkrum mínútum áður en bílstjórinn kemur færðu annað SMS um að hann sé væntanlegur.

Hvernig fer töskuafhendingin fram?

Bílstjórinn skoðar vegabréfið, skannar brottfararspjaldið, vigtar farangurinn og gætir þess að hann sé innan þeirrar farangursheimildar sem hefur verið bókuð hjá flugfélaginu.

Bílstjórinn fer yfir öryggisspurningar með viðskiptavini, þar á meðal það sem ekki má innrita.

Bílstjórinn prentar út töskumiða, merkir farangurinn og innsiglar. Viðskiptavinur fær afrit af töskumiða sem og innsigli svo hægt sé að ganga úr skugga um að enginn hafi farið í farangurinn á meðan hann var í umsjá BagBee.

Bílstjórinn fer með töskuna til KEF og afhendir töskuna í "bagdrop" á flugvellinum. Staðfesting er send á viðskiptavin í tölvupósti

Innritunarferlið

Hvað verður um töskuna mína eftir að hún er afhent?

Taskan er sett út í bíl og bílstjórinn heldur áfram á næsta afhendingarstað. Bíllinn er undir myndavélaeftirliti g er aldrei skilinn eftir ólæstur. Eftir síðustu móttöku fer bílstjórinn út á Keflavíkurflugvöll með töskuna.

Hvernig veit ég að taskan mín hefur verið afhent á flugvellinum?

Þegar BagBee hefur afhent töskurnar í "bag drop" í KEF, er sendur staðfestingarpóstur til viðskiptavinar ásamt mynd af töskunum eftir innritun.

Hvernig er afhendingarferlið á Keflavíkurflugvelli?

Töskurnar eru keyrðar til KEF, skannaðar inn og sendar af stað. Viðskiptavinur fær tölvupóst með staðfestingu fyrir innritun ásamt mynd af töskunni í "bag drop". Þetta ferli á sér yfirleitt stað í kringum miðnætti fyrir morgunflug daginn eftir eða í kringum hádegi fyrir seinnipartsflug samdægurs.

Flugraskanir

Hvað geri ég ef fluginu mínu er aflýst?

Ef fluginu þínu er aflýst áður en taskan er sótt af BagBee vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á bagbee@bagbee.is eða hringdu í +354 578 5900 og tilkynntu aflýsingu flugsins. Við munum breyta bókuninni eða hætta við og endurgreiða bókunina þína.

Ef flugi þínu er aflýst eftir að töskurnar eru sóttar, vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á bagbee@bagbee.is eða hringdu í +354 578 5900 og tilkynntu okkur um aflýsinguna. Við tökum töskuna þína til hliðar og afhendum hana ekki á flugvellinum. Síðan er hægt að sækja töskuna í farangursgeymslu okkar eða við afhendum þér hana til baka í næstu akstursáætlun.

Ef flugi þínu er aflýst eftir að farangur hefur verið afhentur í "bagdrop" á flugvellinum, vinsamlegast hafðu samband við flugfélagið í gegnum tölvupóstinn hér að neðan til að nálgast töskuna þína.

Icelandair: baggage@icelandair.is, Play: baggage@airportassociates.com

Hvað geri ég ef flugi mínu er seinkað?

Ef fluginu þínu er seinkað en brottför áætluð innan sama hluta dags (morgna/síðdegis) er ekki þörf á neinum breytingum.

Ef fluginu er seinkað þannig að nýr brottfarartími hefur færst frá morgni til eftirmiðdegis eða öfugt, sendu okkur þá vinsamlegast tölvupóst á bagbee@bagbee.is og við munum breyta móttökutíma í samræmi við það eða hætta við bókun og endurgreiða ef þess er óskað.

Ef þú vilt nálgast töskuna þína þá eiga sömu reglur við og ef fluginu var aflýst.

Hvað gerist ef ég er sein(n) á flugvöllinn eða missi af fluginu?

Ef þú sérð fram á að vera of sein(n) í flugið þitt og taskan er enn í vörslu BagBee, sendu þá vinsamlegast á okkur tölvupóst á bagbee@bagbee.is eða hringdu í +354 578 5900 og láttu okkur vita. Við munum þá ekki innrita töskuna.

Ef taskan hefur verið afhent flugfélaginu í gegnum "bag drop" á flugvellinum, vinsamlegast hafðu samband við flugfélagið í gegnum tölvupóstinn hér að neðan til að nálgast töskuna þína.

Icelandair: baggage@icelandair.is, Play: baggage@airportassociates.com

Óheimill farangur

BagBee getur ekki innritað töskur sem innihalda eitthvað af eftirfarandi hlutum:

• Hlutir með íföstum liþíum rafhlöðum, t.d. hleðslubankar

• Rafhlöður

• Gas eða útilegueldsneyti (þar á meðal tóm ílát)

• Skotfæri

• Skotvopn

• Eldfimir eða ætandi vökvar (þar á meðal piparúði)

• Sprengiefni (þar á meðal flugeldar)

• Allir hlutir sem innihalda gas eða hvellhettur (þar á meðal snjóflóðabakpokar)

• Þurrís

• Rafsígarettur

• Eitur

• Ætandi efni (þar með talið klór)

• Geislavirk efni

• Ólöglegir hlutir samkvæmt íslenskum lögum

Ef þú ert í vafa, vinsamlega hafið samband við bagbee@bagbee.is og við veitum frekari upplýsingar.

Barnavagnar, kerrur og bílstólar

Icelandair og Play heimila foreldrum að innita barnavagna, kerrur og bílstóla endurgjaldslaust á flugvellinum ef ferðast er með börn eða ungabörn. Mismunandi er á milli flugfélaga hversu marga hluti má taka með sér án þess að greiða sérstaklega fyrir það og bendum við á heimasíðu flugfélaganna til að afla sér upplýsinga um það.

Þessi endurgjaldslausa heimild er ætluð þeim sem nota vagna, kerrur eða bílstóla til að koma börnunum upp á flugvöll og því er eingöngu hægt að innrita þessa hluti frítt á flugvellinum.

BagBee getur því eingöngu innritað farangur sem heimild er fyrir í bókun og á brottfararspjaldi. Hægt er að nýta almenna tösku farangursheimild til að innrita kerrur, vagna og bílstóla og geta flugfarþegar að sjálfsögðu keypt sér auka töskuheimild til að láta BagBee innrita allan farangur.

Þeir sem vilja taka með sér kerru eða bílstól upp að brottfararhliði, geta gert svo án þess að BagBee setur á töskumiða. Töskumiðar eru þá settir á við brottfararhliðið af starfsmanni frá flugfélaginu.

Skíði og golfsett

BagBee innritar skíði og golfsett á Icelandair og Play flug. Bæði flugfélög bjóða upp á frían flutning á skíðaklossum þegar keypt er skíðafarangursheimild.

BagBee getur enn um sinn eingöngu innritað farangur sem skráður er í bókun og á brottfararspjaldi. Á Icelandair flugum er skíðaheimild eingöngu skráð sem eitt stykki farangurs. Því þurfa farþegar að pakka skíðaklossum með venjulegum farangri eða kaupa sérstaka farangursheimild fyrir sér skíðaklossatöskur. Ekkert mál er að nýta venjulega töskufarangursheimild til að innrita skíðaklossa.

Á Play flugum, er skíðaheimild skráð sem tvö stykki í bókun og á brottfararspjaldi og því getur BagBee innritað skíði og skíðaklossa án vandkvæða.

Golfsett eru án vandkvæða, bæði hjá Icelandair og Play

Hjólatöskur

BagBee innritar hjólatöskur og kassa á Play og Icelandair flug. Bóka skal hjólakassa sem sérstærðarfarangur. Innritun fer fram á sama hátt og með venjulegar töskur

Breytingar og afbókanir

Hvernig get ég breytt bókun?

Bókunum er hægt að breyta með því að senda tölvupóst á bagbee@bagbee.is með pöntunarnúmeri og upplýsingum um hvaða breytinga er óskað. Til dæmis breytingu á dagsetningum, heimilisfangi eða fjölda hluta. Ekki er hægt að breyta bókunum ef minna en tveir tímar eru í áætlaða töskumóttöku

Hvernig afbóka ég bag drop þjónustu BagBee?

Þú getur afbókað þar til tveimur tímum fyrir áætlaða töskumóttöku. Sendu okkur tölvupóst á bagbee@bagbee.is með pöntunarnúmeri og netfangi sem notað var við bókunin. Við afbókum þá og endurgreiðum að fullu.